Geisli

Geisli er sérstök viðurkenning Samtaka iðnaðarins fyrir svokallaða ,,einhyrninga” og var veitt í lok 2024. Geisli er refur úr hvítum marmara.

,,Stofnendur og forstjórar tveggja fyrirtækja sem teljast til svokallaðra einhyrninga tóku í gær við Geisla, sérstakri viðurkenningu Samtaka iðnaðarins, fyrir ómetanlegt framlag til íslensks atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Það voru Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, og Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvotech, sem veittu viðurkenningunum mótttöku. Með þeim vilja Samtök iðnaðarins varpa ljósi á mikilvægi hugverkaiðnaðarins fyrir hagkerfið, hlutdeild greinarinnar í útflutningstekjum þjóðarbúsins og nauðsyn þess að fyrirtæki í greininni geti áfram vaxið. “

Sjá meira hér.

verðlaunahafar Geisla 2024