Landvættir

Landvættir er heiti lágmyndar sem ég gerði fyrir Seðlabanka Íslands í samstarfi við arkitektastofuna Nordic Office of Architecture, áður Arkþing.

Samstarfið hófst árið 2021 og byrjaði á hugmyndavinnu og síðar leit að hentugu rými til að vinna verkið. Rýmið fannst að lokum og hófst vinna í desember 2022. Lágmyndin var sett upp í bankanum í lok árs 2023 og afhjúpuð í maí 2025.

Lágmyndin er úr graníti og er 2,5 metrar í þvermál. Eins og titillinn gefur til kynna má hér sjá landvætti Íslands - örninn, nautið, drekann & járnrisann - en þeir fléttast saman og birtast þeim sem staddir eru í innra miðrými bankans að Kalkofnsvegi í Reykjavík.